Ekki hugmynd Ágústu að senda bréfið á ráðherra Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 18:18 Í væntanlegri bók Björns Inga er haft eftir ónefndum ráðherra að það beri vott um dómgreindarbrest að Ágústa hafi sent bréfið. Ágústa segir ósanngjarnt að halda því fram enda hafi hún sent bréfið ásamt þrettán öðrum rekstraraðilum. Facebook - Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir ósanngjarnt að draga hennar persónu sérstaklega fram í tengslum við bréf sem forsvarsmenn líkamsræktarstöðva sendu á sóttvarnalækni og ráðherra. Það hafi jafnframt ekki verið hennar hugmynd að senda afrit til ráðherra ríkisstjórnarinnar heldur hafi eigandi annarrar líkamsræktarstöðvar verið hvattur til þess af öðrum ráðherra í ríkisstjórn. Í kafla úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar er farið yfir aðdraganda þeirrar ákvörðunar að opna landamærin fyrir ferðamönnum og hjúskapur Ágústu og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra settur í samhengi við þá atburðarás. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn að sú ákvörðun að senda bréfið á ríkisstjórnina beri vott um dómgreindarbrest. Ágústa segir ósanngjarnt að tala um dómgreindarbrest í því samhengi. Hún sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvar og umrætt bréf hafi aðeins verið sent til þess að fá svör um framhaldið. Sé rétt haft eftir ráðherra í kaflanum sem birtist í Morgunblaðinu þyki henni það miður. „Ef þetta er satt þá þykir mér þetta mjög dapurlegt og leiðinlegt.“ Bréfið var sent fyrir hönd samtaka líkamsræktarstöðva þegar ljóst var að sundlaugar fengju að opna á ný. Þar hafi forsvarsmenn líkamsræktarstöðva einfaldlega beðið um fund með sóttvarnalækni til þess að fá skýringar á þeirri ákvörðun að líkamsræktarstöðvum var ekki heimilt að opna á sama tíma. Sundlaugar opnuðu 18. maí en líkamsræktarstöðvar viku seinna. Þá hafi bréfið ekki verið neitt leyndarmál og meðal annars fjallað um það í fjölmiðlum. „Ég var búin að tala við Þröst Sigurðsson, eiganda Sporthússins, og við vorum búin að reyna að ná í Þórólf sem gekk ekki – enda hann mjög upptekin – og Þröstur var í sambandi við Björn í World Class og svo voru fleiri komnir í þetta; þetta voru alls þrettán líkamsræktarstöðvar sem skrifuðu undir bréfið,“ segir Ágústa. Hún hafi tekið það að sér að senda bréfið áfram fyrir hönd þessara aðila. Búin að vera lengur í rekstri en hjónabandi með þingmanni Ágústa segir annan ráðherra í ríkisstjórn hafa mælt með því að bréfið yrði sent til ríkisstjórnarinnar. Þau meðmæli hafi ekki komið til hennar heldur annars líkamsræktarstöðvareiganda. Enginn hafi sett spurningamerki við það enda talið það eðlilegt í ljósi aðstæðna að auka upplýsingaflæði. „Þetta snerist ekki neitt um mína dómgreind. Ég er búin að vera í business í 36 ár og mér fannst það á engan hátt koma því við hvort maðurinn væri í ríkisstjórn eða ekki.“ Hún segir bréfið einungis hafa verið sent til þess að fá skýringar á þeirri stöðu sem var uppi. Rekstraraðilar líkamsræktarstöðva hafi á þessum tímapunkti viljað svör, enda ekki vitað á þeim tímapunkti hvenær þau fengju að opna. Hún hafi einungis komið fram sem framkvæmdastjóri Hreyfingar og forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi viljað vita hver næstu skref yrðu. „Ég er búin að vera miklu lengur rekstraraðili líkamsræktarstöðvar en gift Guðlaugi Þór alþingismanni,“ segir Ágústa að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira