PSG er franskur deildarbikarmeistari eftir sigur á Lyon í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan var markalaus allt þangað til í vítaspyrnukeppninni.
Þetta er í fjórða skiptið sem liðin mætast í úrslitaleik og það þarf að framlengja. Þetta er þó í fyrsta sinn sem PSG vinnur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
- PSG and Olympique Lyonnais go into extra time for the fourth time in a final facing each other. Lyon won all of the previous three
— Gracenote Live (@GracenoteLive) July 31, 2020
2008 - Coupe de France (after extra time)
2006 - Trophée des Champions (on penalties)
2004 - Trophée des Champions (on penalties)#PSGOL
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og heldur ekkert í framlengingunni en á 120. mínútu fékk Rafael, fyrrum leikmaður Man. United, rautt spjald.
Það kom þó ekki að sök því framlengingin var nánast búin og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.
Bæði lið skoruðu úr fimm fyrstu spyrnum sínum og réðust úrslitin í sjöttu umferðinni. Bertrand Traore brenndi af fyrir Lyon og Pablo Sarabia tryggði PSG sigurinn.
Gott veganesti fyrir PSG inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem fara fram í ágúst mánuði en franski deildarbikarinn verður nú lagður af.
- Since the arrival of the current ownership in 2011, Paris Saint-Germain have won 25 of the 36 domestic trophies available to them, No other French club has won more than two domestic trophies in that span. #PSGOL
— Gracenote Live (@GracenoteLive) July 31, 2020