Chelsea vann síðasta bikarúrslitaleikinn sem var ekki í maí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Chelsea-menn fóru með bikarinn í bað eftir að þeir urðu bikarmeistarar 1970. David Webb (annar frá hægri) skoraði markið sem tryggði Chelsea sinn fyrsta bikarmeistaratitil. vísir/getty Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira