Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 15:17 Herman Cain árið 2014. AP/Molly Riley Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira