Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 15:17 Herman Cain árið 2014. AP/Molly Riley Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira