Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 13:00 Valgeir Valgeirsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafa farið á kostum í sumar. vísir/hag/vilhelm Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Leikur Fylkis og HK var á vissan hátt einvígi tveggja af mest spennandi leikmönnum Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, þeirra Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Valgeirs Valgeirssonar. Valdimar hefur skorað sex mörk í níu leikjum fyrir Fylki í sumar og Valgeir fjögur í átta leikjum fyrir HK, en þeir gera hins vegar helling til viðbótar fyrir sín lið. Í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær var frammistaða þeirra Valdimars og Valgeirs borin saman en þeir sviku engan með frammistöðu sinni í Árbænum í fyrrakvöld, þegar Fylkir vann 3-2. „Það er magnað að Valdimar, í kringum tvítugt, og Valgeir sem er nýbúið að ferma, séu langmikilvægustu leikmenn þessara liða. Það sást ansi greinilega í þessum leik. Valgeir með tvö mörk og Valdimar með eitt mark og tvær stoðsendingar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson í Pepsi Max stúkunni. Veit örugglega ekki hvað mótherjarnir heita „Það sem mér finnst líka magnað að sjá með þessa stráka er stöðugleikinn í þeirra leik. Auðvitað kemur einn og einn leikur þar sem þeir eru ekki [upp á sitt besta] en það er ekki vanalegt hjá ungum leikmönnum að halda svona uppi stöðugleika leik eftir leik,“ sagði Reynir Leósson og bætti við: „Mér finnst þeir svo hugrakkir, óhræddir við alla, og ég veit að þannig er það alla vega með Valdimar að hann veit örugglega ekki hvað þeir heita sem eru að mæta honum. Hann hleypur á alla og er alveg sama, og þannig held ég að það sé með þá báða. Það sem þeir eiga líka sameiginlegt er að þeir spila á báðum helmingum. Það er að segja, þeir verjast og sækja. Þeir eru duglegir í varnarvinnu, rosalega vinnusamir og taktískt nokkuð sterkir varnarlega.“ Gætu klárlega gert ágætis hluti erlendis „Gangi þeim vel að halda þeim,“ sagði Guðmundur Benediktsson enda ljóst að Fylkir og HK gætu vel þurft að kveðja Valdimar og Valgeir, jafnvel strax núna í ágúst. „Það væri gaman fyrir okkur að þeir yrðu hérna út tímabilið en báðir þessir leikmenn eru á því kaliberi að þeir eiga klárlega að geta gert ágætis hluti erlendis. Valgeir er bara 17 ára, svo það liggur ekkert rosalega á fyrir hann, en það kæmi mér verulega á óvart ef hann yrði hér aftur á næsta ári,“ sagði Davíð. Klippa: Pepsi Max stúkan - Valdimar og Valgeir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir HK Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti