Fótbolti

Gömlu United mennirnir komust ekki á blað hjá Inter og At­lanta heldur á­fram að skora

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku ósáttur í kvöld.
Lukaku ósáttur í kvöld. vísir/getty

Liðin í 2. og 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar unnu sína leiki í kvöld. Atalanta vann 2-1 útisigur á Parma og Inter hafði betur gegn Napoli, 2-0.

Romelu Lukaku, Alexis Sanchez eða Ashley Young komust ekki á blað fyrir Inter en mörk Inter skoruðu þeir Danilo D'Ambrosio og Lautaro Martinez.

Inter er með 79 stig í öðru sætinu en Napoli er í 7. sætinu með 59 stig, stigi frá Milan sem er í síðasta Evrópusæti, en Milan á leik til góða.

Dejan Kulusevski kom Parma yfir á 43. mínútu en Ruslan Malinovsky og Alejandro Gomez snéru taflinu við fyrir Atalanta sem er búið að skora 98 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni.

Lðið er í 3. sæti deildarinnar en getur náð 2. sætinu með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×