Andri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik Einar Kárason skrifar 28. júlí 2020 20:57 Eyjastúlkur eru komnar með tvo sigra í röð. vísir/daníel Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“ Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Eyjastúlkur lentu 2-0 undir en komu til baka og unnu leikinn 3-2 en þetta var annar sigur ÍBV í röð. „Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“ Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari. „Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“ Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn. „Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“ Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar. „Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“ Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli. „Já.“
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli ÍBV hefur unnið tvo leiki í röð eftir lygilega endurkomu gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum. 28. júlí 2020 21:30