Strætó fjarlægir myndir af börnum sem voru teknar án leyfis foreldra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 12:30 Myndin hefur verið tekin út af Instagram reikningi Strætó vegna brota á persónuverndarlögum. Skjáskot/Instagram Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar. Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar.
Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32
Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent