Strætó fjarlægir myndir af börnum sem voru teknar án leyfis foreldra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 12:30 Myndin hefur verið tekin út af Instagram reikningi Strætó vegna brota á persónuverndarlögum. Skjáskot/Instagram Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar. Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar.
Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32
Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18