Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 13:07 Ómerktir alríkislögregluliðar ráðast gegn konu á mótmælum í nafni „Svört líf skipta máli“ við alríkisdómshúsið sem hefur verið miðpunktur mótmæla undanfarinna vikna í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10
Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55