Kominn með 23 mörk | Ronaldo síðastur til að ná þeim áfanga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 13:30 Lukaku fagnar öðru marka sinna gegn Genoa um helgina. EPA-EFE/LUCA ZENNARO Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er búinn að skora 23 mörk fyrir Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann fyrsti nýliði félagsins sem nær þeim áfanga síðan Ronaldo gerði það árið 1997. Belginn gekk í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter Milan undir lok félagaskiptagluggans síðasta sumar. Belginn hafði fengið leið á lífinu í Manchester þar sem hann lék með Man United og vildi færa sig um set. Það gekk eftir og þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur markaskorun Lukaku eflaust verið framar vonum. Hann er búinn að skora 23 mörk fyrir lið Antonio Conte en fara þarf aftur til síðustu aldar til að finna leikmann sem skoraði jafn mikið á sinni fyrstu leiktíð hjá Inter. Sá leikmaður er enginn annar en hinn brasilíski Ronaldo eða Ronaldo Luís Nazário de Lima eins og hann heitir fullu nafni. Var hann á þeim tíma dýrasti leikmaður í heimi. Ronaldo átti mjög gott tímabil með liðinu en líkt og Lukaku þurfti hann að sætta sig við annað sæti deildarinnar á eftir Juventus. Því miður fyrir bæði Inter og Ronaldo þá meiddist hann illa á hné en áður en það gerðist var hann besti leikmaður í heimi. Romelu Lukaku is the first player to score 23 Serie A goals in their first Inter season since Ronaldo pic.twitter.com/3rXegHKoHs— B/R Football (@brfootball) July 25, 2020 Áfanganum náði Lukaku um helgina er Inter lagði Genoa af velli 3-0. Lukaku skoraði tvívegis í leiknum en þriðja markið gerði Alexis Sanchez. Deildinni í ár er reyndar ekki lokið og Inter gæti endað í 4. sæti þar sem bæði Atalanta og Lazio eru aðeins stigi á eftir Lukaku og félögum. Lukaku er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar en þeir gullskórinn virðist ætla að enda hjá Ciro Immobile, framherja Lazio. Hefur hann skorað 34 mörk á tímabilinu á meðan Portúgalinn Cristiano Ronaldo er með 31 mark.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Fyrrum Man Utd menn á skotskónum í sigri Inter Inter Milan vann 3-0 sigur á Genoa í ítölsku Serie-A deildinni í kvöld. 25. júlí 2020 19:20