Hækka aldurstakmark á tjaldstæðum í 20 ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:37 Hátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri ár hvert. Vísir/vilhelm Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí. Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí.
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira