Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili í morgun um sex kílómetra vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Sá fyrri var klukkan 07:40 og mældist 2,8 að stærð og sá síðari varð 40 sekúndum síðar, 3,4 að stærð.
Veðurstofunni barst tilkynning um að skjálftarnir hefðu fundist á Hvolsvelli. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð.
Sex mínútum áður en fyrri skjálftinn varð, eða klukkan 07:34, mældist skjálfti að stærð 2,4 á svipuðum slóðum.