Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 22:48 Ingibjörg Sólrún var stödd í Varsjá þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara. Vísir/Andri Marinó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29