Hanna, fyrst fellibylur Atlantshafsins á þessu ári, náði landi í Texas í bandaríkjunum í nótt. Hanna missti fljótt kraft og varð að óveðri en þrátt fyrir það hefur mikil rigning átt sér stað á svæðinu og er búist við umfangsmiklum flóðum.
Búist er við því allt að 30 sentímetra rigningu á einum degi en á sérstökum stöðum gæti hún náð allt að 46 sentímetrum, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Sérstaklega er varað við stórhættulegum skyndiflóðum sem gætu átt sér stað vegna rigningarinnar.
Here are the 4 AM CDT Key Messages for Tropical Storm Hanna. For more info, visit https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/nyihrWW4I3
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 26, 2020
Svæðið þar sem Hanna náði landi hefur átt undir högg að sækja vegna mikillar dreifingar nýju kórónuveirunnar þar.
Þar að auki hefur sjór gengið á land og valdið skemmdum. Nú eru minnst 43.700 manns án rafmagns og er búið að opna fjöldahjálparstöðvar á svæðinu.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um fellibylinn í nótt og sagði mikilvægt að fólki hlusti á sérfræðinga og fylgi fyrirmælum.
My Administration is closely monitoring Hurricane Douglas off Hawaii & Hurricane Hanna, which has now made landfall in Texas. We continue to coordinate closely with both states — listen to your emergency management officials @Hawaii_EMA & @TDEM to protect your family & property! https://t.co/tFxHLSqcBE
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2020
Hér að neðan má sjá myndefni sem myndatökumaður AP fréttaveitunnar fangaði í morgun.