450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 19:30 Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira