Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 19:20 Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að fimm frumvörp um breytingar á stjórnarskránni verði lögð fram á haustþingi. Þannig fái Alþingi góðan tíma til að fara yfir þau áður en til atkvæðagreiðslu komi á síðustu dögum þings fyrir kosningar. Frumvörpin snerta ákvæði um auðlindir í eigu þjóðarinnar, umhverfisvernd, íslenska tungu, forseta Íslands og framkvæmdavald og þjóðaratkvæðagreiðslur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fundað með formönnum allra flokka undanfarin ár samkvæmt áætlun stjórnvalda um áfangabreytingar á stjórnarskránni. „Við munum eiga fund núna með haustinu þar sem línur munu skýrast varðandi hverjir vilja standa að þessum tillögum. Ég geri mér ekki væntingar um að það verði fullkomin samstaða um þær. Ég held að það sé alveg á hreinu. En auðvitað vona ég að það verði samt sem breiðust samstaða um að ná fram ákveðnum breytingum á stjórnarskrá. Ég held að margar þeirra breytinga sem er verið að leggja til í þessari vinnu verði mjög til bóta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir að taka verði afstöðu til athugasemda í samráðsgátt stjórnvalda, meðal annars um hvort kosningaaldur miðist við afmælisár eða afmælisdag eins og nú er.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Frumvörpin hafa flest legið í samráðgátt stjórnvalda eða eru á leið í hana. „Ég ætla mér að leggja þau fram á haustþingi þannig að þingið hafi nægjanlegan tíma til að fjalla um frumvörpin og fjalla vandlega um þau. Því ég held að það sé mikilvægt. Það er mikilvægt að ná fram sem mestri og bestri efnislegri umræðu um svona breytingar,“ segir forsætisráðherra. En stjórnarskrárfrumvörp séu alltaf síðasta mál sem þing afgreiðir fyrir kosningar þar sem þau taki ekki gildi fyrr en næsta þing þar á eftir hefur samþykkt þau. Samstaða ætti til að mynda að geta verið um að fjölga meðmælendum fyrir forsetaframbjóðendur. „Sem hefur auðvitað verið óbreytt tala mjög lengi. Þannig að það er augljóslega breyting til mikilla bóta myndi ég telja.“ Þá hafi almenningur og samtök sýnt málinu mikinn áhuga með fjölda tillagna í samráðsgáttinni. „Til að mynda hvort miða eigi við árið sem fólk verður átján ára þegar það tekur þátt í kosningum en ekki afmælisdag. Það er sjálfstæð umræða sem við höfum ekki tekið á vettvangi formanna flokkanna en þyrftum að ræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira