Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 23:21 Önnur styttanna tveggja sem fjarlægðar voru. Scott Olson/Getty Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira