Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 23:21 Önnur styttanna tveggja sem fjarlægðar voru. Scott Olson/Getty Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira