Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 10:36 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segist miður sín yfir innbrotinu í síðustu viku. Vísir/EPA Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49
Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12