Vegurinn hrundi undan hesti og knapa Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 10:07 Atvikið varð á miðvikudagsmorgun. Skjáskot Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan. Bítið Hestar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan.
Bítið Hestar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira