Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. júlí 2020 18:09 Ólafur Helgi Kjartansson. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43. Lögreglan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43.
„Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“
Lögreglan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira