Mugison tróð upp í Skálavík með skömmum fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2020 19:18 Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt. Tónlist Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt.
Tónlist Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira