Tómas Þórður: „Annaðhvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 23:00 Tómas Þórður í baráttunni gegn Tindastól í vetur. Hann mun nú berjast undir körfunni á Spáni. Vísir/Bára Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Tómas Þórður Hilmarsson ræddi við Sportpakka Stöðvar 2 um félagaskipti sín til Spánar þar sem hann mun leika með Aquimisa Carbajosa á næstu leiktíð. Tómas Þórður átti gott tímabil með Stjörnunni er liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð áður en tímabilið var blásið af. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst á fréttinni. „Er ekki alveg viss hvernig deildin sjálf er en liðið er nýliði í deildinni, fóru taplausir í gegnum síðasta tímabil og þetta er mjög spennandi,“ sagði Tómas Þórður í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Þetta var allt í gegnum umboðsmann. Hann kom mér í samband við þá, þekkir til þarna og er með fleiri leikmenn í liðinu. Hann sagði mér bara góða hluti af liðinu, þjálfaranum og umgjörðinni. Mér leist vel á þetta og ákvað að slá til,“ sagði Tómas um aðdragandann að búferlaflutningum sínum til Spánar. „Það var annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni. Maður er alltaf með plan B sem væri að koma heim. Þú veist ekkert hvenær þetta tækifæri kemur aftur þannig ég ákvað að slá til,“ sagði Tómas einnig um hvaða möguleikar hafi staðið honum til boða. Tómas vonast til að leika erlendis næstu árin. „Það væri gaman að halda áfram og geta tekið nokkur ár úti. Maður þarf að sjá hvernig þetta ár spilast og hvort það komi eitthvað meira.“ Að lokum var Tómas spurður hvort það væri ekki erfitt að kveðja heimaklúbbinn en hann er uppalinn hjá Stjörnunni þar sem hann spilaði stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Tómas lék 21 leik með Stjörnunni og gerði að meðaltali 8.8 stig í leik ásamt því að taka 8.2 fráköst. „Það er alveg erfitt. Maður getur alltaf komið heim aftur. Bara leiðinlegt hvað við erum með sterkt lið og gætum gert fína hluti á næsta tímabili. Þetta var ekkert auðvelt en svona er þetta.“ Klippa: Tómas Þórður: Annað hvort þetta eða vera áfram í Stjörnunni
Körfubolti Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira