Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 17:13 Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi. Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. Landsvirkjun hafi staðið í þeirri trú að viðræður við Rio Tinto stæðu enn yfir en að álframleiðandinn hafi ekki svarað tilboði sem lagt var fram vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum. Erfitt sé þó að tjá sig um efnisatriði raforkusamningsins milli Landsvirkjunar og Rio Tinto því síðarnefnda fyrirtækið hafi ekki viljað aflétta trúnaði. Samkeppniseftirlitinu barst formleg kvörtun frá Rio Tinto í dag. Félagið telur Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína og fyrir vikið hafi Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, greitt hærra raforkuverð en aðrir álframleiðendur á Íslandi - sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Gamlir samningar ekki í boði Rio Tinto hefur leitast eftir því að endursemja við Landsvirkjun en samstarf fyrirtækjanna hvílir nú á grunni samnings frá árinu 2010. Rio Tinto segir þennan samning óhagstæðan, ekki síst í núverandi árferði og í samanburði við félög eins og Alcoa á Reyðarfirði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir því ekki að neita að sumir eldri samningar, eins og við Alcoa, séu hagstæðari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir 20 árum síðan þegar markaðasaðstæður voru allt aðrir, slíkir samningar séu einfaldlega ekki í boði í dag. „Það er rétt að verðið hefur verið að hækka í raforkusamningum Landsvirkjunar og það var vitað þegar við sömdum við Rio Tinto árið 2010. Þessi samningur var skoðaður af ESA á sínum tíma og ekki gerðar neinar athugasemdir við hann,“ segir Hörður. Fyrirtæki sem semji við Landsvirkjun í dag fái þannig raforku á sambærilegum kjörum og Rio Tinto gerði á sínum tíma. Aðstandendur álversins í Straumsvík hafa ýjað að lokun þess síðan í febrúar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Svöruðu ekki tilboði Landsvirkjun hafi hins vegar reynt að koma til móts við Rio Tinto. Fyrirtækinu hafi verið gert tilboð til að mæta þeirri „mjög erfiðu stöðu“ sem ríki á álmörkuðum núna. Tilboðið hafi falið í sér lækkun á raforkuverði en engin viðbrögð hafi hins vegar borist frá Rio Tinto. „Þau hafa ekki svarað því,“ segir Hörður. „Það kemur okkur á óvart að þau séu að leggja fram kvörtun á þessum samningi, sem gerður var fyrir tíu árum síðan að frumkvæði Rio Tinto,“ segir Hörður. Fyrirtækið hafi auk þess farið fram á það að samningurinn við Landsvirkjun yrði langur, en Hörður segir augljóst að hann hafi falið í sér mikla skuldbindingu af hálfu beggja fyrirtækja. „Fyrirtækin réðust í miklar fjárfestingar, t.a.m. fjárfesti Landsvirkjun í Búðarhálsvirkjun sem kostaði u.þ.b. 50 milljarða,“ segir Hörður. „Þannnig að leggja upp málið á þennan hátt núna tíu árum síðar, það kemur okkur á óvart.“ Áfall ef Rio Tinto færi Landsvirkjun hafi ekki gengið út frá öðru en að samningaviðræðurnar við Rio Tinto stæðu enn - „og við vonum að við getum átt áfram samtal um þetta.“ Aftur á móti sé erfitt fyrir Landsvirkjun að tjá sig efnislega um samninginn við Rio Tinto. „Við höfum ítrekað óskað eftir því við Rio Tinto að þau aflétti trúnaði um samninginn. Það er mjög sérstakt að þau skuli leggja fram þessar ásakanir í dag en neita að aflétta trúnaði, sem gerir það erfitt fyrir okkur að ræða innihald samningsins,“ segir Hörður. Hann segist ekki hafa heyrt í Samkeppniseftirlitinu og veit ekki hvenær mögulegrar niðurstöðu gæti verið að vænta þaðan. Hann býst þó við því að málið sé ekki á förum næstum mánuði. Landsvirkjun telji sig þó hafa farið eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum í einu og öllu. Rúmlega 20 prósent af raforkusölu Landsvirkjunar er til Rio Tinto. Aðspurður segir Hörður því að það yrði verulegt áfall ef Rio Tinto færi úr landi.
Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52
Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33