Tenet loks að koma í kvikmyndahús Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 19:31 John David Washington leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd Christophers Nolans. Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar. Stjörnubíó Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar.
Stjörnubíó Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira