United og Leicester gætu mæst í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 14:00 Leicester City tekur á móti Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. getty/Gary Prior Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira