Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:04 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við. Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. Ragnar hafi undanfarna mánuði haldið því fram að stjórnendur félagsins, ráðgjafar og starfsmenn hafi tekið sig saman um að blekkja fé út úr lífeyrissjóðum sem lánað hafi fé til verksins. Það sé ekki rétt. „Ragnar Þór Ingólfsson hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum um verkframkvæmdir á Landsímareitnum.[…] Fyrir ekki svo löngu síðan hélt Ragnar því fram að allar framkvæmdir væru stopp og aldrei stæði til að byggja á reitnum,“ skrifar Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns í Facebook-færslu. „Mér er þó bæði ljúft og skylt að segja frá því að fullyrðingar Ragnars standast ekki skoðun. Staðreyndin er sú að framkvæmdir á Landsímareit eru í fullum gangi. Það starfa um 200 manns við verkefnið og hafa gert undanfarin misseri, sem er mjög jákvætt í þeim þrengingum sem standa nú yfir.“ Hann segist ekki hafa séð tilefni hingað til að svara málflutningi Ragnars sökum þess hve fjarstæðukenndur hann hafi verið. Aðstandendur verkefnisins hafi ákveðið að láta verkin tala og við öllum sem hafi átti leið hjá reitnum undanfarið blasi við að þar hafi mikið verk verið unnið, framkvæmdir séu langt komnar og reiturinn sé að taka á sig mynd. „Við þetta má bæta að framkvæmdirnar eru að fullu fjármagnaðar, auk þess sem framkvæmdakostnaður stefnir á að verða innan áætlana. Það er vissulega rétt hjá Ragnari að verkið hefur dregist talsvert frá því sem vonast var í upphafi, en það á sér skýringar sem allir þekkja nú þegar,“ skrifar Jóhannes. Þá segir hann að lán Lindarvatns frá lífeyrissjóðunum sé og hafi alltaf verið í skilum. Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi fengið yfir hundrað milljónir í vexti og verðbætur frá Lindarvatni til þessa. „Til allrar hamingju eru fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði á Landsímareitnum úr lausu lofti gripnar.“ Ragnar Þór skrifaði í morgun færslu á Facebook þar sem hann fjallar meðal annars um uppbyggingu Lindarvatns á Landsímareitnum, sem sjá má hér að neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 23:10 og var færslu Rangars bætt við.
Skipulag Lífeyrissjóðir Víkurgarður Reykjavík Tengdar fréttir Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð 12. maí 2020 13:58