Löppin blá og marin: „Þetta var glórulaus tækling“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 14:04 Hulda Hrund Arnarsdóttir fékk vænt högg á fótinn í leik gegn Val í síðustu viku. mynd/samsett „Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
„Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn