Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Andri Eysteinsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 13:42 Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira