Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 18:16 Um er að ræða Lettland annars vegar og Eistland hins vegar. Getty/NurPhoto Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira