Íslenski boltinn

Gary skaut föstum skotum: „Dómarinn hlýtur að hafa verið með sól­gler­augu því hann virtist ekki sjá neitt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary í leik með ÍBV í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.
Gary í leik með ÍBV í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. vísir/daníel

Enski framherjinn, Gary Martin, fór mikinn í viðtali við Fótbolti.net eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í gær.

Gary náði ekki að skora í leiknum en hann var allt annað en hrifinn af dómgæslunni í leiknum. Fyrrum útvarpsmaðurinn Elías Ingi Árnason var með flautuna og Englendingurinn var ekki kátur með hans frammistöðu.

„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur,“ sagði ósáttur Gary.

Þegar hann var spurður nánar út í sín ummæli svaraði Gary.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálfleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki.“

„Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir.“

Allt viðtalið við Gary má sjá hér en þar má sjá þegar hann skýtur á leikskipulag Þórsara sem hann kallaði hryllilegt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×