Hefur fylgst með Ólafi síðan hann stýrði Blikum og segir þjálfarasætið ekki volgt Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2020 09:30 Ólafur Kristjánsson. Vísir Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira
Jimmi Nagel Jacobsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Esbjerg, segist hafa fylgst með Ólafi Kristjánssyni frá því að hann stýrði Breiðabliki til sigurs í Íslandsmótinu 2010. Ólafur var eins og kunnugt er ráðinn Esbjerg fyrir helgi en hann yfirgefur FH eftir tæp þrjú ár í starfi hjá uppeldisfélaginu. Jimmi Nagel segir í stuttu samtali við Vísi að hann hafi haldið auga með Ólafi frá því að hann tók við Kópavogsliðinu en Jimmi hefur verið yfirmaður hjá Esbjerg frá því í september árið 2018. Áður var hann umboðsmaður en einnig njósnari hjá félögum eins og FCK. Hann vildi ekki segja til um það hvenær hann hafði samband við Ólaf og FH í sumar varðandi þjálfarastarfið en segir að Ólafur eigi að koma inn í félagið með sína vitneskju um fótbolta, reynsluna sína og leiðtogahæfni sína. - Esbjerg er en rigtig fodboldby, som jeg glæder mig til at blive en del af. Der venter os en stor opgave i den kommende sæson, hvor alle skal bidrage, så vi i fællesskab kan komme tilbage i @Superligaen. Olafur Kristjansson. pic.twitter.com/8FhMPunEmW— Esbjerg fB (@EsbjergfB) July 17, 2020 Jimmi blæs á sögusagnirnar um það að stjórastarfið í Esbjerg sé óöruggur staður til að vera á en alls voru þrír þjálfarar þar í starfi á síðasta ári. „Áður en við hættum samstarfinu með John Lammers haustið 2019 þá var hann sá þjálfari sem hafði verið þriðja lengst í starfi. Við viljum gjarnan vera með stöðuleika í þessari stöðu og það hefur sannað sig,“ sagði Jimmi. Hann vildi lítið tjá sig um hvort að félagið myndi leita til Íslands af leikmönnum en hann sagði að félagið væri með augun opin, hvaðan sem leikmennirnir eru. Jimmi staðfesti einnig að markmiðið væri að fara upp í úrvalsdeild og að Vito Mannone, fyrrum markvörður Arsenal sem lék með Esbjerg á síðustu leiktíð, hafi yfirgefið félagið.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00 „Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Sjá meira
Þjálfarinn sem getur ekki hætt Logi Ólafsson hefur margoft sagst vera hættur í þjálfun en alltaf kemur hann aftur. Bak við létta lund Loga er klókur þjálfari sem lætur menn hafa fyrir hlutunum. 17. júlí 2020 12:00
„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ólafur Kristjánsson segir að árangurinn hafi ekkert með það að gera að hann hætti hjá FH til að taka við Esbjerg í Danmörku. Hann langaði að prófa sig aftur á dönskum vettvangi. 16. júlí 2020 17:26
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01