Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 19:30 Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu. Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu.
Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33
Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42
Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54