British Airways leggur júmbó-þotunni Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:26 Ekkert annað flugfélag hefur haft jafn margar júmbó-þotur í flugáætlun sinni. Vísir/Getty Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni en nú er úlit fyrir að engin þeirra muni framar svífa um loftin blá merkt breska flugfélaginu. Áður hafði flugfélagið Virgin Atlantic tilkynnt að leggja ætti 747 flota félagsins. Þetta eru því ákveðin tímamót, en British Airways hefur notað Boeing 747 þotur í rúm þrjátíu ár og hafði þegar ákveðið að skipta þeim út fyrir aðrar flugvélar árið 2024, eftir því sem fram kemur í frétt á Skynews. Þeirri ákvörðun var nú flýtt vegna rekstrarerfiðleika í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Talsmenn flugfélagsins sögðust kveðja Júmbó-þotuna með söknuði og kölluðu hana „drottningu háloftanna“. „Það er ólíklegt að hin stórbrotna drottning háloftanna muni aftur flytja farþega fyrir British Airways aftur eftir niðursveiflu í ferðalögum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ er haft eftir talsmanninum á vef breska ríkisútvarpsins. Félagið hyggst nota sparneytnari þotur í framtíðinni, til að mynda Airbus A350 eða Boeing 787 Dreamliner. Þannig geti fyrirtækið náð markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf