Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 16:59 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug. Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug.
Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira