„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 12:59 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmir afskipti Rússa af bresku lýðræði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað. Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað.
Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira