„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 12:59 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmir afskipti Rússa af bresku lýðræði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað. Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað.
Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira