Leipzig á meiri möguleika að vinna Meistaradeildina en Liverpool banarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:00 Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid í leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í Liverpool í mars. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira