Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Andri Eysteinsson skrifar 14. júlí 2020 21:59 Fyrstu niðurstöður skiluðu því sem vísindamenn höfðu vonast eftir. AP/Ted Warren Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira