Skagamenn ekki skorað jafn mikið síðan þeir unnu síðast tvöfalt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 13:30 Stefán Teitur Þórðarson hefur skorað þrjú af fimmtán mörkum ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/hag ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
ÍA hefur skorað flest mörk allra liða í Pepsi Max-deild karla, eða fimmtán talsins. Fara þarf aftur til 1996 til að finna tímabil þar sem Skagamenn voru búnir að skora fleiri mörk eftir sex umferðir. Árið 1996 skoraði ÍA 20 mörk í fyrstu sex umferðunum. Það tímabil endaði vel fyrir Skagamenn en þeir urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir 4-1 sigur á KR-ingum í úrslitaleik í lokaumferðinni. ÍA varð einnig bikarmeistari 1996 en liðið hefur ekki unnið tvöfalt síðan. Tveir af lykilmönnunum í tvöfalda meistaraliði ÍA 1996 eiga syni sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu í dag; Haraldur Ingólfsson og Þórður Þórðarson. Sonur Haraldar, Tryggvi Hrafn, er markahæsti leikmaður ÍA á þessu tímabili með fjögur mörk. Pabbi hans gerði þrettán mörk í deild og bikar fyrir ÍA 1996 og skoraði bæði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV og úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR. Leikurinn gegn KR fór fram 29. september 1996 og þann þrítugasta fæddist Tryggvi. Óhætt er að segja að hann sé með fótboltann í blóðinu en móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, vann fjölda titla með ÍA á sínum tíma og lék ellefu landsleiki. Tryggvi var annað barn þeirra Haraldar. Þórður Þórðarson var aðalmarkvörður ÍA sumarið 1996. Tveimur árum síðar fæddist sonur hans, Stefán Teitur. Hann er í stóru hlutverki hjá ÍA og hefur skorað þrjú mörk í sex deildarleikjum í sumar. Síðustu þrjú tímabil ÍA í efstu deild hefur liðið farið vel af stað í markaskorun. Árið 2017 var ÍA með þrettán mörk eftir sex umferðir. Vörnin var hins vegar stórt vandamál og liðið féll. Á síðasta tímabili fóru Skagamenn frábærlega af stað og voru á toppnum eftir sex umferðir, með sextán stig og markatöluna 12-4. Síðustu tvö tímabil hefur ÍA fengið 26 af 36 stigum mögulegum í fyrstu sex umferðunum og er með markatöluna 27-12. Stuðningsmenn ÍA vonast þó væntanlega til þess að sínir menn haldi betri dampi en á síðasta tímabili. Í fyrra unnu Skagamenn fimm af fyrstu sex leikjum sínum en aðeins tvo af síðustu sextán og enduðu í 10. sæti. Sjö leikmenn hafa skorað mörkin fimmtán fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í sumar. Tryggvi hefur skorað fjögur mörk, Stefán Teitur og Viktor Jónsson þrjú mörk hvor, Steinar Þorsteinsson tvö og Óttar Bjarni Guðmundsson, Brynjar Snær Pálsson og Bjarki Steinn Bjarkason sitt markið hver. ÍA er í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum frá toppliði Fylkis. Næsti leikur ÍA er gegn bikarmeisturum Víkings í Fossvoginum á sunnudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki