Hvar eru störfin sem glötuðust í Namibíu? Páll Steingrímsson skrifar 14. júlí 2020 10:15 Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum að þúsundir starfa hafi tapast í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Opinber gögn sýna hins vegar að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Þeir hafa verið duglegir að klifa á þessu á samfélagsmiðlum þeir Helgi Seljan og Kristinn Hrafnsson og segja að 5.000 störf hafi tapast í sjávarútvegi í Walvis Bay eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu. Vitna þeir falsfréttir namibískra götublaða máli sínu til stuðnings. Helgi hefur þannig endurtekið sama þvætting og hann fór með í morgunútvarpi Rásar 2 í nóvember í fyrra. Það skiptir hins vegar engu máli hvað þessar rangfærslur eru endurteknar oft, þær verða ekki sannar fyrir vikið. Meðan félög tengd Samherja voru þátttakendur í namibískum sjávarútvegi voru um 10-11 skip sem voru við veiðar á uppsjávartegundum í Namibíu og fengu úthlutað kvóta. Á stærstu skipunum voru kannski 100 skipverjar, eins og á togaranum Heinaste. Margsinnis hefur verið greint frá því að störf við veiðar og vinnslu uppsjávartegunda glötuðust ekki, eftir breytingar á úthlutun aflaheimilda í Namibíu, því störfin færðust frá suður-afrískum stórfyrirtækjum, eins og Namsov og Erongo Marine Enterprises, til heimamanna í samstarfi við erlenda aðila. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gerir reglulegar úttektir á namibískum sjávarútvegi. Samkvæmt úttekt FAO störfuðu 12.130 í namibískum sjávarútvegi í byrjun árs 2013. Af þeim voru aðeins um 2.000 sem störfuðu í kringum veiðar og vinnslu á hestamakríl en félög tengd Samherja stunduðu nær eingöngu veiðar á þessari tegund. Raunar kemur fram í úttekt FAO að störfum við veiðar og vinnslu hestamakríls hafi fjölgað í Namibíu eftir úthlutun aflaheimilda til nýrra aðila en þar er meðal annars um að ræða samstarfsaðila Samherja. Félög tengd Samherja voru með um 10% af kvótanum í uppsjávartegundum í Namibíu á árinu 2013. Þetta þýðir að félögin voru með 10% aflahlutdeild í þeim hluta namibísks sjávarútvegs er veitti 2.000 manns atvinnu. Samt er fullyrt að 5.000 störf hafi tapast! Menn sjá í hendi sér að þessi tölfræði gengur ekki upp. Ég benti Kristni Hrafnssyni á þetta á Facebook-síðunni hans og lét fylgja hlekk á síðu FAO þar sem allar þessar tölur koma fram. Núna, tæpum fimm sólarhringum síðar, hefur hann ekki enn svarað mér. Ástæðan er auðvitað sú að hann getur ekkert sagt. Hvernig ætlar hann að hrekja tölfræði FAO? Eru sérfræðingar stofnunarinnar að segja ósatt? Hvar voru þá öll þessi störf sem töpuðust eftir að félög tengd Samherja hófu starfsemi í Namibíu? Þau voru hvergi, því fullyrðingar um töpuð störf eru hreinn og klár tilbúningur. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar