Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 07:00 Donald Trump og Dr. Anthony Fauci. Vísir/Getty Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50