Torkennileg rasísk skilaboð límd á bílinn á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2020 13:31 Magnús, sem er 19 ára gamall nemi við Menntaskólann við Sund, segir þetta vissulega óþægilegt en kannski fyrst og síðast yfirmáta hallærislegt. „Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu. Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Þetta var fyrst og fremst skrítið,“ segir Magnús Secka, 19 ára gamall nemi við MS. Magnús er á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt fjölskyldu sinni. Og varð fyrir því að á bíl þeirra voru límd torkennileg skilaboð: „IF YOU ARE BLACK OR BROWN: please leave this town !“ Ömurlegur og kjánalegur rasismi Og undir er ritað Newnation org, sem við nánari eftirgrennslan er fremur óburðug og klaufalega fram sett vefsíða þar sem finna má fréttir sem eflaust myndi flokkast sem hrein og klár kynþáttahyggja. Magnús, sem er dökkur á hörund, segir að þau viti ekki alveg hvar þessi miði hafi verið límdur á bílinn, hvort það hafi verið á Vegamótum eða á Búðum. Hann segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvers kyns væri, héldu fyrst að þetta væri: If you are black or brown, please don´t leave this town“. Svo einkennileg og framandi voru þessi skilaboð í huga þeirra. En, svo þegar þau áttuðu sig á því hvers kyns var brá þeim í brún. Magnús segir að þó þetta séu vissulega dapurleg skilaboð þá eru þau jafnframt afskaplega kjánaleg og hallærisleg. Móðir Magnúsar, Sara Magnúsar kerfisfræðingur birtir mynd af þessum grátlega hallærislega miða á Facebook-síðu sinni. Afar óþægilegt að fá svona sendingu Hún segist hafa sótt Magnús á Vegamót á Snæfellsnesi í gær, þaðan fóru þau á Búðir og svo aftur á Vegamót og þar hafi þau stoppað örstutt. „Þegar við leggjum bílnum til að keyra yfir á Krossa þá tek ég eftir þessum límda miða á hliðarspeglinum farþegamegin sem hann sat í, á þessu ferðalagi,“ segir Sara. Hún segist ekki vita hvar bíllinn hafi fengið þennan miða á sig, en á öðrum af þessum tveimur stöðum. Hún segir þetta „snarlasið“ og þegar maður fari að spá í þessu: „Mjög óþægilegt og ferlegt, bókstaflega.“ Færsla Söru hefur vakið mikla athygli og er þetta einkennilega framtak fordæmt í athugasemdum með afgerandi hætti. Bæði Sara og Magnús telja vert að segja af þessu en að sögn Magnúsar stendur ekki til í að gera neitt frekar í málinu, ekki af þeirra hálfu.
Kynþáttafordómar Snæfellsbær Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira