Golf

Morikawa hafði betur gegn Thomas í bráðabana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morikawa fékk líka þessa fínu skál fyrir að vinna mót dagsins.
Morikawa fékk líka þessa fínu skál fyrir að vinna mót dagsins. Gregory Shamus/Getty Images

Workday Charity Open- mótinu í golfi lauk í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa hafði betur gegn Justin Thomas í bráðabana og vann þar með sitt annað PGA-mót á ferlinum.

Það sem gerir þetta afrek enn magnaðra er að þetta var aðeins 24. mót Morikawa í mótaröðinni. Ágætis árangur það.

Fyrir hring dagsins var Thomas með forystu en Morikawa vann hægt og bítandi á. Á endanum þurfti bráðabana til að skera úr um hvor myndi fara með sigur af hólmi en báðir léku á 19 höggum undir pari.

Alls þurfti þrjár holur til að útkljá keppni þeirra félaga. Þeir léku fyrstu holuna báðir á þremur höggum og þá síðari á fjórum. Á þriðju holu fór Thomas yfir þau fjögur högg sem Morikawa þurfti til að koma kúlunni ofan í og þar með tapaði hann bráðabananum.


Tengdar fréttir

Justin Thomas efstur fyrir lokahringinn

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas leiðir fyrir lokahringinn á Workday Charity Open mótinu í golfi. Hinn norski Viktor Hovland er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×