Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 19:20 Icelandair VILHELM Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20
Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00