Pistill djákna fjarlægður af vefsvæði Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2020 16:57 Jón er búinn að biðja Birgi afsökunar á pistli Guðmundar djákna og býst ekki við því að neinir eftirmálar verði úr þeirri áttinni. visir/vilhelm Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“ Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“
Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira