Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir fámennan hóp. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast. Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast.
Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33