Var búinn að ákveða að fara til Fenerbache en Valencia varð fyrir valinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 12:00 Martin Hermannsson lék með Alba Berlin í tvö ár. Nú tekur nýtt ævintýri á Spáni við. vísir/getty Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Valencia á Spáni staðfesti í morgun að Martin Hermannsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur til Valencia frá Alba Berlin sem hann varð tvöfaldur meistari með á síðasta tímabili. Martin hafði úr mörgum tilboðum að velja og um tíma var líklegast að hann færi til tyrkneska stórliðsins Fenerbache. En Valencia varð á endanum fyrir valinu. „Ég hef vitað af áhuga þeirra í nokkurn tíma. Fyrst var ég ekkert staðráðinn í að fara þangað. Það voru mörg lið sem ég var í sambandi við. Ég var búinn að þrengja þetta niður í þrjú lið, Valencia, Fenerbache og Baskonia,“ sagði Martin í samtali við Vísi í morgun. Eitt kvöldið var ég eiginlega búinn að ákveða að fara til Tyrklands en svo sýndi Valencia svo rosalega mikinn áhuga. Þeir yfirbuðu öll tilboð sem komu frá öðrum liðum. Og eftir að hafa talað við þjálfarann fannst mér þetta rétta skrefið. Öfugt við mörg önnur félög stendur Valencia vel að vígi fjárhagslega og það vantar ekkert upp á metnaðinn þar á bæ. Félagið hefur t.a.m. samið við Bandaríkjamanninn Derrick Williams sem var valinn númer tvö í nýliðavali NBA-deildarinnar 2011. Eina félagið sem borgaði full laun í Covid „Á síðasta tímabili var munurinn á Valencia og Alba Berlin ekkert rosalega mikill. En Alba Berlin er að missa þrjá byrjunarliðsmenn á meðan Valencia heldur flestum sínum mönnum og bætir mér og Derrick Williams við. Þeir ætla sér stóra hluti og vilja taka skref fram á við. Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina í EuroLeague. Það heillar mjög mikið og það er staður sem ég vil vera á,“ sagði Martin. Martin segir að spænska deildin hafi verið sín draumadeild.vísir/bára „Stærsta skrefið er kannski að fara úr þýsku deildinni í þá spænsku og ég er mjög spenntur. Þetta er örugglega það félag í Evrópu sem best statt fjárhagslega í dag og mesta öryggið að vera í. Þetta var eina félagið sem borgaði full laun í Covid-ástandinu. Þeir eru að byggja nýja keppnishöll og eru með eina bestu aðstöðu í Evrópu.“ Síminn hjá Jóni Arnóri stoppaði ekki Jón Arnór Stefánsson lék með Valencia á sínum tíma og hvatti Martin til að ganga í raðir síns gamla félags. „Einn morguninn hringdi hann í mig og sagði að ég væri að fara í Valencia. Síminn hjá honum stoppaði víst ekki þar sem menn voru að segja honum að ég þyrfti að koma og þeir vildu gera stóran og langan samning við mig,“ sagði Martin. Martin og Jón Arnór léku saman í íslenska landsliðinu, m.a. á EM 2015 og 2017.vísir/bára Honum er ætlað stórt hlutverk hjá Valencia og vera aðalleikstjórnandi liðsins. „Þeir sjá mig sem næsta mann til að stjórna þessu liði næstu árin. Sam Van Rossom, sem hefur verið þarna í sjö ár, er kominn á aldur og þá vantar kannski einhvern til að taka við af honum. Það heillar mig rosalega mikið að fá lyklana að einu stærsta liði Evrópu,“ sagði Martin. Útilokar ekki að fara aftur til Berlínar Eins og áður sagði varð íslenski landsliðsmaðurinn tvöfaldur meistari með Alba Berlin á síðasta tímabili. Hann segir að árin tvö í Berlín hafi verið afar góð. Eftir mikið silfurár í fyrra vann Alba Berlin tvöfalt á þessu tímabili.GETTY/CITY-PRESS „Það var ekki auðveld ákvörðun að fara en það fyllir aðeins upp í að hafa unnið þessa tvo titla og geta skilið við liðið á þeim nótum. Ég kveð alla hjá Alba Berlin með miklum söknuði. Þetta var rosalega góður tími í Berlín, bæði hvað körfuboltann og fjölskyldulífið varðar. Okkur leið vel þarna og það er aldrei að vita að maður fari aftur þangað,“ sagði Martin að lokum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti