Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga í útlöndum til að skrá sig hjá borgaraþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 20:49 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. Vísir/Jóhann Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Engin áform eru uppi um að loka landamærum Íslands enda segir forsætisráðherra að algerlega hafi verið farið að ráðleggingum bestu sérfræðinga og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Íslensk stjórnvöld hvetja fólk á ferðalögum að koma heim hafi það kost á því og fara ekki í ferðlög til annarra landa að óþörfu. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag meðal annars til að ræða stöðu þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru í öðrum löndum. En ýmis ríki hafa verið að herða aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar, meðal annars með skorðum á samgöngur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvetur fólk til að endurskoða ferðaáætlanir sínar. „Við ráðleggjum það að fólk fari ekki í ferðir að nauðsynjalausu. Sömuleiðis að þeir Íslendingar sem eru á faraldsfæti á ferðalögum erlendis að þeir íhugi að flýta heimför. Bæði út af heimsfaraldrinum en ekki síður vegna þess sem þú nefnir að við höfum enga stýringu á því hvaða lönd loka og hvenær,” sagði Guðlaugur Þór. Fyrir margt löngu hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið efld til muna. “Við vinnum þar á sólarhrings vöktum til að geta komið eins góðum upplýsingum og við mögulega getum til Íslendinga sem eru á ferðum erlendis.” Skorið þið á Íslendinga að láta vita af sér; að skrá sig hjá ykkur á vaktinni? „Það er lykilatriði og sem betur fer hafa ferðamenn brugðist vel við því. Ég vil nota tækifærið og hvetja þá til þess að gera það ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Það er mjög mikilvægt,” segir utanríkisráðherra. Hætt hefur verið við að utanríkisráðherra hitti Mike Pompeo í Washington í næstu viku vegna ferðabannsins þar en þeir munu eiga símafund í vikunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki standa til að loka íslensku landamærunum en stjórvöld hafi fylgt ráðleggingum bestu sérfræðinga sem séu í takti við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Með áherslu á að greina smit, rekja smit, nýta sóttkví og takmarka fjarlægðir milli fólks. „Við höfum ekki gripið til neinnra slíkra ráðstafana eins og þessi nágrannalönd. En teljum að við séum að gera þetta eins og okkar færasta fólk er að leggja til.” Þannig að íslensk landamæri verða þá væntanlega opin en það er náttúrlega erfitt fyrir eyríki eins og okkur að eiga samskipti við umheiminn ef önnur ef önnur lönd eru að loka á flug til þeirra? „Já að sjálfsögðu. Þetta er flókin staða. Að sumu leyti vegna þess að við erum eyríki þá höfum við getað fylgst betur með smitleiðum til landsins. Vegna þess að flestir koma jú hérna í gegnum eitt hlið. En hins vegar er það alveg ljóst að þessar lokanir eru að hafa alveg gríðarleg áhrif á samskipti milli landa,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira